Vínsmakk
Búum til sérsniðin vínsmökk fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa. Hvort sem það er í heimahúsum eða í vínkjallaranum okkar.
Vínsmakk one on one
Ertu að fara halda veislu, kíktu í heimsókn og við förum yfir hvað hentar þér, smakk,
ráðleggingar og allt sem þú þarft til að klára þennan part veislunnar.
Vínsmakk 17.00 til 19.00 með fingramat
Skemmtilegt vínsmakk fyrir litla hópa fyrir 6-14 manns, sem er haldið í Trönuherbergjunum á Grillmarkaðnum frá kl 17:00-19:00 og farið yfir vínin frá A til Ö. Léttir réttir bornir fram til að smakka með vínunum og tilvalið áður en farið er út að borða eða byrjun á skemmtilegu kvöldi.
Vínsmakk í heimahúsi
Við komum til þín í heimahús og kynnum Zenato vínin, tilvalið á undan kvöldverðaboði með vinum eða bara sem kynningarkvöld, tími getur verið frá 30 min til 2 tíma, allt eftir hvernig þið viljið hafa.